Skemmtilegir og furðulegir fyrstu mánuðir hjá Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2018 09:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti