Gengið styrkist og Icelandair fellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:42 Ætla má að vendingarnar í Kauphöllinni tengist fregnum af skuldafjárútboði WOW Air. Fréttablaðið/Stefán Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar. Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum í dag. Til að mynda hefur styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal numið um 1,5 prósentum það sem af er degi, og rúmum 2 prósentum gagnvart sænsku krónunni. Þá hefur dagurinn verið nokkuð grænn í Kauphöllinni, að frátaldri lækkun á hlutabréfaverði í Icelandair. Í hádeginu hafði verð í bréfum félagsins fallið um næstum 4 prósent. Eftir hækkun í upphafi vikunnar hafa bréf í Icelandair fallið tvo daga í röð og nemur heilsárslækkunin nú rúmum 50 prósentum.Sjá einnig: Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Ætla má að þessi þróun, gengisstyrking krónunnar og lækkun Icelandair, sé beintengd fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air. Meðfram mikilli svartsýni í garð útboðsins í upphafi vikunnar lækkaði gengi íslensku krónunnar. WOW Air flytur um þriðjung ferðamanna til landsins, með meðfylgjandi gjaldeyri, og óttinn við fall flugfélagsins kann þannig að hafa haft áhrif á framtíðarhorfur krónunnar. Á sama tíma hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, enda myndi brotthvarf WOW Air óneitanlega minnka samkeppnina á íslenskum flugmarkaði. Eftir því sem frekari fregnir berast af skuldafjárútboðinu, eins og til að mynda frétt Fréttablaðsins í morgun um að WOW air sé á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn, hefur þessi þróun snúist við. Gengi krónunnar hefur styrkst tvo daga í röð og gengi Icelandair fallið samhliða. Örla fór á þessari þróun strax á miðvikudag. Þá hækkuðu bréf í Icelandair fyrir hádegi en síðan gekk hækkunin til alveg til baka fyrir lokun markaða. Búist er við formlegri yfirlýsingu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðsins í lok vikunnar.
Tengdar fréttir Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49 Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Seðlabankinn seldi erlendan gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna Í inngripi Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði á þriðjudag fólust sala á erlendum gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í hagtölum sem Seðlabankinn birti á vef sínum í gær. 14. september 2018 10:49
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43