Innlent

Stjórnin styður Bjarna forstjóra og brottreksturinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aukafundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eftir uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Stjórn Orkuveitunnar lýsir yfir fullum stuðningi við Bjarna Bjarnason forstjóra og ákvörðun stjórnar ON að segja Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON, upp störfum.

Um símafund var að ræða þar sem nokkrir í stjórninni eru staddir erlendis. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, var kallaður fyrir fundinn til að skýra atburðarásina fyrir stjórninni.

Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks. Á þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON.

Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum. Bjarni skilur ekki þá upplifun Einars. Hann hafi samdægurs boðað stjórn ON til fundar þar sem ákveðið hafi verið að reka Bjarna Má. Var honum tilkynnt um uppsögnina á miðvikudagskvöld.

Að ofan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið þar sem stjórnarformaðurinn, Brynhildur Davíðsdóttir, lýsir stuðningi við Bjarna forstjóra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×