Innlent

Tuttugu tonn af smjörlíki eyðilögðust á leið til landsins

Grátt duft lá ofan á farminum þegar gámurinn var opnaður
Grátt duft lá ofan á farminum þegar gámurinn var opnaður Vísir/STefán
Samskip hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) ríflega fjórar milljónir króna vegna smjörlíkis sem eyðilagðist í flutningum hingað til lands.

Í júní 2015 flutti ÍSAM ehf. hingað til lands ríflega 20 tonn af smjörlíki frá Hollandi en kaupverð var tæpar 3,4 milljónir króna. Smjörlíkið var sett í gám í Rotterdam og flutt hingað til lands af Samskipum.

Þegar gámurinn var opnaður hér á landi kom í ljós að grátt duft lá ofan á farminum. Efnið var utanaðkomandi og hafði borist í umbúðirnar á smjörlíkinu en lítið í smjörlíkið sjálft. Það þótti þó ekki útilokað. Rannsókn leiddi í ljós að um einhvers konar áloxíð var að ræða.

Varan var metin óhæf til sölu til manneldis og ekki tókst að selja hana í annars konar rekstur. Því var innihaldi gámsins fargað. VÍS greiddi ÍSAM bætur vegna tjónsins en hafði síðan uppi endurkröfu á Samskip. Taldi félagið að varan hefði verið í góðu lagi í Rotterdam en ekki á Íslandi.

Því bæri Samskipum að bæta tjónið. Dómurinn féllst á þessar röksemdir. Samskip þurfa að greiða VÍS verðmæti smjörlíkisins auk þess kostnaðar sem af hlaust af förgun þess




Fleiri fréttir

Sjá meira


×