Ferðaþjónustufólk reynir að bjarga andarnefjum í Engey Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 15:21 Önnur andarnefjan föst í fjörunni í Engey. Sverrir Tryggvason Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tvær andarnefjur sitja nú fastar í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík. Hópur fólks frá ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours reynir nú að halda lífi í dýrunum þar til flæðir að aftur. Skipstjóri á bátnum Dagmar segir andarnefjurnar skornar af grjótinu og mikið blóð sé í fjörunni. Starfsfólk á einum báta Special Tours varð dýranna vart um klukkan eitt í dag. Þá hélt hópur starfsfólks fyrirtækisins út í Engey til að huga að þeim, þar á meðal Sverrir Tryggvason, skipstjóri bátsins Dagmar. Landhelgisgæslan og starfsmenn hvalaskoðunafyrirtækjanna Elding og Whale Safari eru einnig á svæðinu. Sverrir segir við Vísis að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær. Aðrir starfsmenn séu á leiðinni með dælu til að dæla vatni yfir þær og fleiri handklæði og fötur.Myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan tók Sverrir af hvölunum í Engey.Ætlunin er að reyna að halda þeim á lífi þar til flæðir aftur. Sverrir segir hins vegar nokkuð í að það gerist því enn sé að fjara út. Ekki er háflóð í Reykjavík fyrr en rúmlega tíu í kvöld. Andarnefjurnar eru illa haldnar, að sögn Sverris. Þær eru alveg á þurru og kremjast undan eigin þunga í fjörunni. Þær séu nánast hættar að hreyfa sig, heldur liggi aðeins og andi. Mikið sé af blóði því þær hafi skorið sig á steinunum í fjörunni. Sverrir er vongóður um að hægt sé að bjarga andarnefjunum ef þeim tekst að halda þeim blautum. Önnur þeirra sé hins vegar fest í töluverðri dæld og falla þurfi vel að áður en hægt verði að hreyfa hana.Vísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik ÞórVísir/Friðrik Þór
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira