Söngkonan og sálargoðsögnin Aretha Franklin er látin. Útgefandi hennar tilkynnti fjölmiðlum það í Bandaríkjunum nú fyrir skömmu. Hún var 76 ára gömul og lést á heimili sínu í Detroit í morgun. Hún lést vegna krabbameins í brisi.
Franklin vann til 18 Grammy verðlauna og var ein söluhæsta tónlistarkona allra tíma.
Í tilkynningu frá fjölskyldu Franklin segir að þau hafi misst kjölfestu fjölskyldunnar og eigi erfitt með að lýsa sársaukanum sem því fylgir.