Ensku fótboltafélögin gætu lent í vandræðum vegna Brexit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton á móti Liverpool. Vísir/Getty Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira