Innlent

Telur ósannað að bróðurnum hafi verið banað af ásettu ráði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi laugardaginn 31. mars.
Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur
Ekki hefur tekist að sanna að Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Árnessýslu, hafi banað bróður sínum af ásettu ráði þann 31. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í greinargerð verjanda hans. Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. RÚV greindi frá þessu í kvöld.

Í greinargerð verjandans segir einnig að Valur, sem hringdi sjálfur á lögreglu umræddan morgun, hafi frá upphafi borið við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Þá hafi hann nefnt við yfirheyrslur að í ölæði hafi hann mögulega talið bróður sinn innbrotsþjóf.

Þá kemur jafnframt fram að málatilbúnað lögreglu og ákæruvaldsins sé ekki hægt að byggja á neyðarlínusímtali Vals, þar sem hann virðist játa að hafa myrt bróður sinn, sökum þess að Valur hafi verið í afar annarlegu ástandi og „eðlilega verulega brugðið“.

Sjá einnig: Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“

Í ákæru yfir Val sem gefin var út í byrjun mánaðar segir að hann hafi slegið bróður sinn með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Af þessu hlaut bróðirinn dreifða áverka.

Alls fjórir einstaklingar gera kröfur á hendur Val um greiðslu miskabóta og hljóðar hver krafa upp á tíu milljónir króna. Valur fer fram á að þeim verði vísað frá dómi.

Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 27. ágúst næstkomandi, að því er segir í frétt RÚV.


Tengdar fréttir

Ummerki um ítrekaðar barsmíðar

Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×