Falleinkunn Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun