Farið verði í markvisst forvarnarstarf gegn fíkniefnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2018 21:00 Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við. Lögreglumál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur til þess að farið verði í markvisst forvarnarstarf á landsvísu gegn fíkniefnaneyslu eins og var gert gegn unglingadrykkju og reykingum með góðum árangri. Í því sambandi nefnir lögreglan skólana, fermingarfræðsluna, íþróttafélögin og lögregluna sjálfa.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonAukin kannabisneysla og önnur fíkniefnaneysla veldur lögreglumönnum í Lögreglunni á Suðurlandi miklum áhyggjum enda er þetta sá málaflokkur sem vex hvað hraðast hjá lögreglu, ekki síst fíkniefna- og lyfjaakstur sem er verulegt áhyggjuefni í umferðinni. Þá er neysla fíkniefna alltaf að færast neðar og neðar í aldurshópum en lögreglan segir töluvert um kannabisneyslu í grunnskólum á Suðurlandi. Lögreglan vill gera stórátak í forvarnarstarfi sem nái til alls landsins. „Við þekkjum alveg leiðina, við eigum að fara af stað og nota leiðirnar í forvarnarfræðslunni gegn reykingum og gagnvart unglingadrykkju þar sem við náðum mjög góðum árangri. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að sameinast um, hvort sem það er lögreglan sem þarf að taka sig á því í þessu, skólarnir, fermingarfræðslan og íþróttafélögin, nefndu það bara. Við þurfum að leggjast á eitt og leysa þetta með farsælum hætti því annars erum við bara í vondum málum á örfáum árum vil ég meina,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn.En hvað veldur vaxandi fíkniefnaneyslu á meðal ungs fólks, t.d. kannabisneyslu?„Menn hafa fengið að koma fram gagnrýnislaust og haldið því fram að neysla þessara efna sé bara hættulítil eða hættulaus. Þeir fá að halda þessu fram án þess að þurfa að svara því þá af hverju það er komið svona fyrir þessum eða hinum, sem komin er í geðrof og orðin illa settur í samfélaginu. Af hverju eru brotnar fjölskyldur út af fíkniefnaneyslu barna, af hverju sitja foreldrar ráðalausir heima með áhyggjur af því hvort að barnið komi yfirleitt heim, hvort það muni lifa. Þessir aðilar sem halda fram skaðleysi efnanna þurfa ekki að svara þessum spurningum. Ég vil að menn gangi á þá og fái þá til að svara því,“ bætir Oddur við.
Lögreglumál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira