Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 77-83 │Keflavík tók fyrsta titil tímabilsins Benedikt Grétarsson skrifar 30. september 2018 20:00 Rósa Björk Pétursdóttir. vísir/bára dröfn Keflavík er „meistari meistaranna“ í kvennaflokki í körfuknattleik . Bikarmeistarar Keflavíkur mættu Íslandsmeisturum Hauka í árlegum leik meistara síðasta tímabils og það voru Keflvíkingar sem unnu eftir jafnan leik, 77-83. Það virtist sem að Íslandsmeistar Hauka hafi vaknað eitthvað illa í morgun en liðið var í engum takti í fyrsta leikhluta. Keflavík leitaði mikið inn í teiginn og það skilaði auðveldum körfum. Á sama tíma voru Haukar að þvinga skotin sín og hin magnaða Lele Hardy náði ekki að kveikja á sínum hæfileikum. Keflavík komst mest 15 stigum yfir og á þessum tímapunkti leit Haukaliðið alls ekki vel út. Eftir gott leikhlé vöknuðu meistararnir af værum blundi og byrjuðu að láta boltann ganga betur í sókninni. Það skilaði nokkrum fallegum þriggja stiga körfum og varnarlega byrjuðu Haukar að mæta miklu grimmari inn í sendingarleiðir Keflavíkur. Haukar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar fyrri hálfleik lauk, voru Íslandsmeistararnir með eins stigs forystu, 39-38. Þriðji leikhluti var jafn og spennandi allan tímann og nánast ómögulegt að sjá hvort liðið væri sterkara. Haukar stóðu sig vel í sóknarfráköstum og héldu áfram að refsa Keflavík með þriggja stiga skotum en Keflavík skoraði áfram meira undir körfunni. Keflavík vann þriðja leikhluta með tveimur stigum og leiddi 56-57 þegar síðasti leikhluti hófst. Það má halda því fram að vendipunktur leiksins hafi komið í upphafi fjórða leikhluta. Þá skoraði Keflavík 12 stig í röð og náði góðum tökum á leiknum. Haukar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Keflavík átti einfaldlega svar við flestu sem að Haukar hentu fram. Svo fór að bikarmeistararnir fóru með sigur af hólmi, 77-83.Afhverju vann Keflavík leikinn? Keflavík náði að loka varnarlega á Haukana á hárréttum tíma. Þær létu Lele hafa virkilega mikið fyrir öllu í sókninni og það mátti sjá að kempan var orðin pirruð. Þá fór þriggja stiga nýting Hauka hratt niður á við í fjórða leikhluta en Haukar hittu mjög vel framan af leik.Hverjir stóðu upp úr? Brittany Dinkins var góð í liði Keflavíkur með 26 stig, fimm stolna bolta og sjö fráköst. Birna Valgerður lenti fljótt í villuvandræðum en endaði engu að síður með 15 stig. Hjá Haukum var Lele Hardy atkvæðamest 23 stig og 9 fráköst en Lele var ekki með góða skotnýtingu í leiknum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði 15 stig og lék vel.Tölfræði sem vakti athygli Haukar töpuðu 21 bolta í leiknum og það er ekki vænlegt til árangurs. Lele Hardy tapaði átta boltum en það skal tekið fram að varnarmenn Keflavíkur tóku ansi hressilega á henni. Það er þó ekki hægt að segja að um grófan leik hafi verið að ræða, miklu frekar fastan.Hvað gerist næst? Dominosdeildin byrjar á miðvikudaginn og það verður rosaleg barátta. Haukar byrja mótið á því að taka á móti nýliðum KR að Ásvöllum en Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn í „Sláturhúsið”.Magnús Þór: Mjög sanngjarn sigur Magnús Þór Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur mætti í viðtal eftir sigur Keflavíkur á Haukum, þar sem þjálfarinn Jón Guðmundsson var búinn að missa röddina. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Við sýndum bara að við ætluðum að spila í botni, gerðum það og uppskárum eftir því. Það gekk allt upp eins og við lögðum upp með og þær áttu fá svör við því að við sóttum mikið inn í teiginn.“ Keflavíkurliðinu er spáð góðu gengi í vetur. „Við erum mjög sátt við holninguna á liðinu í upphafi tímabilsins. Auðvitað ætlum við að bæta okkur í allan vetur en eins og staðan er núna, erum við í flottum málum,“ sagði stuttorður Magnús enn fremur. Haukaliðið var ekkert að finna upp hjólið að mati Magnúsar. „Þetta var bara eins og við lögðum upp með og fátt í þeirra leik sem kom okkur á óvart.“ Fyrsti leikur hjá nýjum þjálfurum og strax bikar í hús. „Já, svona á þetta að vera og vonandi verður þetta svona í allan vetur,“ sagði Magnús brosandi að lokum.Birna segir að Lele hafi fengið það sem hún átti skilið.vísir/vilhelmBirna: Lele fékk bara það sem hún á skilið! „Við bara spiluðum góða vörn mestmegnis af leiknum. Annar leikhluti var kannski ekki alveg nógu góður hjá okkur,“ sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir sem lék vel gegn Haukum í Meistarakeppni KKÍ í dag. Birna skoraði fimmtán stig og lék vel þrátt fyrir að vera í villuvandræðum en hún lék einungis rúmar tíu mínútur. „Ég var svolítill klaufi þarna í fyrsta leikhluta og fékk þrjár villur á þremur mínútum. Þetta var klaufalegt og ég á að gera betur. Ég býst nú alveg við að spila meira en þetta í vetur,“ sagði Birna brosandi. Keflavík er með hörkulið og er spáð góðu gengi í vetur. „Við erum ekkert að hlusta of mikið á aðra, við gerum bara okkar besta og mætum í deildina með sterkan varnarleik og gott hugarfar.“ Birna var ekki alveg sammála þjálfara Hauka að Keflavík hefði lamið helst til mikið á Lele Hardy. „Nei, mér fannst hún bara fá það sem hún átti skilið! Hún á alveg að geta staðið þetta af sér,“ sagði Birna grjóthörð að lokum.Ólöf Helga í einu af leikhléum kvöldsins.vísir/skjáskotÓlöf Helga: Þetta er bara ósanngjarnt og svindl Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, nýr þjálfari Hauka var auðvitað ekki sátt eftir 77-83 tap liðsins gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ. „Það vantaði algjörlega stöðugleikan hjá okkur í dag. Við byrjum illa og það hafði áhrif á allan leikinn fannst mér,” sagði Ólöf Helga í leikslok. „Það var samt góður karakter að koma til baka og við gáfumst aldrei upp. Ég er bara stolt af stelpunum í dag og við skoðum bara hvað við getum gert betur í framhaldinu.“ „Það eru bara mín mistök sem þjálfari að vera ekki búin að undirbúa þær betur frá fyrstu mínútu. Ég hélt að við værum tilbúnar og klárar í slaginn en ég hef greinilega ekki náð nógu vel til þeirra frá fyrstu mínútu,“ sagði Ólöf Helga. Lele Hardy fékk hressilegar móttökur hjá varnarmönnum Keflavíkur og Ólöfu fannst meðferðin heldur gróf. „Já, mér finnst mjög ósanngjarnt hvernig það er leyft að lemja á Lele. Það eru þrír leikmenn að lemja á henni á sama tíma en dómararnir dæma ekkert af því hún er svo stór og sterk. Þetta er bara ósanngjarnt og bara svindl.“ „Ég er mjög ósátt hvað það er leyft endalaust að berja á henni og þetta tekur auðvitað mikið frá hennar leik. Á sama tíma rétt snertum við þær og þá er dæmd villa.” „Ég vona að dómarar sjái að sér og breyti þessum hugsunargangi. Þó að „kanar“ sér betri og sterkari, þá eiga þeir líka skilið að fá villu þegar það er brotið á þeim,“ sagði Ólöf Helga að lokum. Dominos-deild kvenna
Keflavík er „meistari meistaranna“ í kvennaflokki í körfuknattleik . Bikarmeistarar Keflavíkur mættu Íslandsmeisturum Hauka í árlegum leik meistara síðasta tímabils og það voru Keflvíkingar sem unnu eftir jafnan leik, 77-83. Það virtist sem að Íslandsmeistar Hauka hafi vaknað eitthvað illa í morgun en liðið var í engum takti í fyrsta leikhluta. Keflavík leitaði mikið inn í teiginn og það skilaði auðveldum körfum. Á sama tíma voru Haukar að þvinga skotin sín og hin magnaða Lele Hardy náði ekki að kveikja á sínum hæfileikum. Keflavík komst mest 15 stigum yfir og á þessum tímapunkti leit Haukaliðið alls ekki vel út. Eftir gott leikhlé vöknuðu meistararnir af værum blundi og byrjuðu að láta boltann ganga betur í sókninni. Það skilaði nokkrum fallegum þriggja stiga körfum og varnarlega byrjuðu Haukar að mæta miklu grimmari inn í sendingarleiðir Keflavíkur. Haukar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar fyrri hálfleik lauk, voru Íslandsmeistararnir með eins stigs forystu, 39-38. Þriðji leikhluti var jafn og spennandi allan tímann og nánast ómögulegt að sjá hvort liðið væri sterkara. Haukar stóðu sig vel í sóknarfráköstum og héldu áfram að refsa Keflavík með þriggja stiga skotum en Keflavík skoraði áfram meira undir körfunni. Keflavík vann þriðja leikhluta með tveimur stigum og leiddi 56-57 þegar síðasti leikhluti hófst. Það má halda því fram að vendipunktur leiksins hafi komið í upphafi fjórða leikhluta. Þá skoraði Keflavík 12 stig í röð og náði góðum tökum á leiknum. Haukar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Keflavík átti einfaldlega svar við flestu sem að Haukar hentu fram. Svo fór að bikarmeistararnir fóru með sigur af hólmi, 77-83.Afhverju vann Keflavík leikinn? Keflavík náði að loka varnarlega á Haukana á hárréttum tíma. Þær létu Lele hafa virkilega mikið fyrir öllu í sókninni og það mátti sjá að kempan var orðin pirruð. Þá fór þriggja stiga nýting Hauka hratt niður á við í fjórða leikhluta en Haukar hittu mjög vel framan af leik.Hverjir stóðu upp úr? Brittany Dinkins var góð í liði Keflavíkur með 26 stig, fimm stolna bolta og sjö fráköst. Birna Valgerður lenti fljótt í villuvandræðum en endaði engu að síður með 15 stig. Hjá Haukum var Lele Hardy atkvæðamest 23 stig og 9 fráköst en Lele var ekki með góða skotnýtingu í leiknum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði 15 stig og lék vel.Tölfræði sem vakti athygli Haukar töpuðu 21 bolta í leiknum og það er ekki vænlegt til árangurs. Lele Hardy tapaði átta boltum en það skal tekið fram að varnarmenn Keflavíkur tóku ansi hressilega á henni. Það er þó ekki hægt að segja að um grófan leik hafi verið að ræða, miklu frekar fastan.Hvað gerist næst? Dominosdeildin byrjar á miðvikudaginn og það verður rosaleg barátta. Haukar byrja mótið á því að taka á móti nýliðum KR að Ásvöllum en Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn í „Sláturhúsið”.Magnús Þór: Mjög sanngjarn sigur Magnús Þór Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur mætti í viðtal eftir sigur Keflavíkur á Haukum, þar sem þjálfarinn Jón Guðmundsson var búinn að missa röddina. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Við sýndum bara að við ætluðum að spila í botni, gerðum það og uppskárum eftir því. Það gekk allt upp eins og við lögðum upp með og þær áttu fá svör við því að við sóttum mikið inn í teiginn.“ Keflavíkurliðinu er spáð góðu gengi í vetur. „Við erum mjög sátt við holninguna á liðinu í upphafi tímabilsins. Auðvitað ætlum við að bæta okkur í allan vetur en eins og staðan er núna, erum við í flottum málum,“ sagði stuttorður Magnús enn fremur. Haukaliðið var ekkert að finna upp hjólið að mati Magnúsar. „Þetta var bara eins og við lögðum upp með og fátt í þeirra leik sem kom okkur á óvart.“ Fyrsti leikur hjá nýjum þjálfurum og strax bikar í hús. „Já, svona á þetta að vera og vonandi verður þetta svona í allan vetur,“ sagði Magnús brosandi að lokum.Birna segir að Lele hafi fengið það sem hún átti skilið.vísir/vilhelmBirna: Lele fékk bara það sem hún á skilið! „Við bara spiluðum góða vörn mestmegnis af leiknum. Annar leikhluti var kannski ekki alveg nógu góður hjá okkur,“ sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir sem lék vel gegn Haukum í Meistarakeppni KKÍ í dag. Birna skoraði fimmtán stig og lék vel þrátt fyrir að vera í villuvandræðum en hún lék einungis rúmar tíu mínútur. „Ég var svolítill klaufi þarna í fyrsta leikhluta og fékk þrjár villur á þremur mínútum. Þetta var klaufalegt og ég á að gera betur. Ég býst nú alveg við að spila meira en þetta í vetur,“ sagði Birna brosandi. Keflavík er með hörkulið og er spáð góðu gengi í vetur. „Við erum ekkert að hlusta of mikið á aðra, við gerum bara okkar besta og mætum í deildina með sterkan varnarleik og gott hugarfar.“ Birna var ekki alveg sammála þjálfara Hauka að Keflavík hefði lamið helst til mikið á Lele Hardy. „Nei, mér fannst hún bara fá það sem hún átti skilið! Hún á alveg að geta staðið þetta af sér,“ sagði Birna grjóthörð að lokum.Ólöf Helga í einu af leikhléum kvöldsins.vísir/skjáskotÓlöf Helga: Þetta er bara ósanngjarnt og svindl Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, nýr þjálfari Hauka var auðvitað ekki sátt eftir 77-83 tap liðsins gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ. „Það vantaði algjörlega stöðugleikan hjá okkur í dag. Við byrjum illa og það hafði áhrif á allan leikinn fannst mér,” sagði Ólöf Helga í leikslok. „Það var samt góður karakter að koma til baka og við gáfumst aldrei upp. Ég er bara stolt af stelpunum í dag og við skoðum bara hvað við getum gert betur í framhaldinu.“ „Það eru bara mín mistök sem þjálfari að vera ekki búin að undirbúa þær betur frá fyrstu mínútu. Ég hélt að við værum tilbúnar og klárar í slaginn en ég hef greinilega ekki náð nógu vel til þeirra frá fyrstu mínútu,“ sagði Ólöf Helga. Lele Hardy fékk hressilegar móttökur hjá varnarmönnum Keflavíkur og Ólöfu fannst meðferðin heldur gróf. „Já, mér finnst mjög ósanngjarnt hvernig það er leyft að lemja á Lele. Það eru þrír leikmenn að lemja á henni á sama tíma en dómararnir dæma ekkert af því hún er svo stór og sterk. Þetta er bara ósanngjarnt og bara svindl.“ „Ég er mjög ósátt hvað það er leyft endalaust að berja á henni og þetta tekur auðvitað mikið frá hennar leik. Á sama tíma rétt snertum við þær og þá er dæmd villa.” „Ég vona að dómarar sjái að sér og breyti þessum hugsunargangi. Þó að „kanar“ sér betri og sterkari, þá eiga þeir líka skilið að fá villu þegar það er brotið á þeim,“ sagði Ólöf Helga að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum