Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 20:23 Kellyanne Conway er einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn konum. Getty/Alex Wong Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30