Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Atli Ísleifsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 19. janúar 2018 09:30 Gestir íslensku veislunnar skemmtu sér konunglega Vísir/Atli Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala. Forseti Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Þangað buðu þau meðal annars sænsku konungshjónunum, ráðamönnum, uppistandaranum Ara Eldjárn, kvenréttindafrömuðum og fótboltaköppum. Myndir úr veislunni má sjá hér að neðan. Þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hafa verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarna daga og hafa þau meðal annars sótt Karolinska Institutet, vistvæna húsbyggingarfélagið Folkhem og barnahús í Stokkhólmi heim. Forsetinn hefur jafnframt flutt erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.Sjá einnig:Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnarDeginum þeir lauk svo með fyrrnefndri móttöku í Moderna museét. Þar fluttu Guðni og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sitthvora ræðuna og mælti forsetinn á íslensku - en hann flutti ræðu á sænsku við hlið Karls Gústafs Svíakonungs á mánudag. Það var þó uppistandarinn Ari Eldjárn sem stal senunni á listasafninu sem skemmti gestum með sprelli og ærslagangi eins og honum einum er lagið. Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand. Þá voru gestir hæstánægðir með níu rétta matseðil kvöldsins þar sem finna mátti margvíslegar íslenskar kræsingar. Hér að neðan má sjá myndir sem blaðamaður Vísis tók á listasafninu í gær. Opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í dag með ferð þeirra til Uppsala.
Forseti Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira