Þétting byggðar hefur mistekist Eyþór Arnalds skrifar 19. janúar 2018 07:00 Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun