Víkurbúar fylkja sér um breikkun þjóðvegarins Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Þjóðvegurinn klýfur þorpið en þar aka milljón bílar á ári. Vísir/Vilhelm „Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira