Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 23:30 Joe Kennedy er ein helsta vonarstjarna demókrata. Vísir/Getty Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20