Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt og lögreglan viðurkennir mistök.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um hópuppsagnir í Odda og biðlista hjá sjúkrahúsinu Vogi, en 570 manns bíða nú eftir innlögn í áfengismeðferð og hafa aldrei verið fleiri. Loks lítum við inn í húsnæði Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu en hópur nemenda ætlar sér ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna þar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×