Trump reynir að ná til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 12:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira