Enski boltinn

„Hann er að gera mig geðveikan“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Miller.
Ricky Miller. Vísir/Getty
Það er óhætt að segja að eigandi Peterborough United sé búinn að fá upp í kok af einum leikmanna sinna en þetta sést vel í viðtali Darragh MacAnthony við BBC.

Darragh MacAnthony er þar að ræða framtíð framherjans Ricky Miller sem á enn eftir að skora fyrir Peterborough á tímabilinu og hefur ekki fengið að koma inná völlinn síðan fyrir jól.

Hinn 28 ára gamli Ricky Miller kom til félagsins síðasta sumar eftir að hafa skorað 42 mörk í 43 leikjum með Dover í National League sem er E-deild ensku knattspyrnunnar.

Miller á enn eftir tvö og hálft ár af samningi sínum við Peterborough United.

„Ricky er búinn að hafna fimm félögum. Hann er alveg að gera mig geðveikan því hann veit alveg að hann er ekki að fara að spila hér,“ sagði Darragh MacAnthony en leikmaðurinn vill fá tækifæri til að spila nær heimili sínu.

„Ef hann ætlar að láta ákvörðun sína ráðast af landafræði þá er hann í viðtlausri atvinnugrein. Ef þú sem fótboltamaður ætlar að byggja ákvörðun á landafæri ekki vera í fótbolta,“ sagði MacAnthony.

MacAnthony vill fá eitthvað fyrir leikmanninn og er ekki tilbúinn að láta hann fara fyrir eitthvað slikk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×