Tenniskonu refsað fyrir að fara úr bolnum í nokkrar sekúndur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:30 Alize Cornet Vísir/Getty Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018 Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30