Tvöfaldur Ólympíumeistari lamaðist á æfingu: „Ég lærði að það er í lagi að gráta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 08:30 Kristina Vogel verður í hjólastól það sem að eftir er. vísir/getty Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla. Aðrar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira