Fótbolti

Jóhann Berg ekki með gegn Belgíu og Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg er ekki með og það er vonbrigði.
Jóhann Berg er ekki með og það er vonbrigði. vísir/getty
Íslenska landsliðið verður án Jóhanns Bergs Guðmundssonar í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Sviss áttunda og ellefta september.

Sean Dyche, þjálfari Burnley, sagði þetta á blaðamannafundi í dag þar sem hann staðfesti að Jóhann Berg myndi ekki spia með Íslandi.

Ekki eru þetta góðar fréttir fyrir íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnboagson eru ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla og þetta er því enn eitt áfallið.

Fyrsta verk Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, er því ærið en óvíst er með þáttöku Emils Hallfreðssonar sem er að glíma við meiðsli sem hann hlaut um helgina.

Ísland mætir Sviss áttunda september og þremur dögum síðar bíður bronsliðið frá HM, Belgía, á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×