Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Jón Björnsson, forstjóri Festar. Fréttablaðið/Eyþór Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52