Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 14:11 Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. Vísir/Facebook/ja.is „Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“ MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“
MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27