Innlent

Hollenskt flutningaskip strandaði við Höfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Flutningaskipið Amber utan við Hornafjarðarhöfn.
Flutningaskipið Amber utan við Hornafjarðarhöfn. Skjáskot/Hornafjarðarbær
Engar skemmdir eru taldar hafa orðið á hollenska flutningaskipinu Amber sem strandaði á sandrifi rétt utan við Hornafjarðarhöfn um klukkan átta í morgun. Búist er við því að skipið losni á næsta flóði um átta leytið í kvöld.

Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, segir að skipið hafi farið aðeins af leið á leið sinni til hafnar og lent á rifinu. Átta manna áhöfn var um borð í skipinu en farmur þess er salt til fiskvinnslu.

„Það er engin ástæða til að ætla annað en að það gerist bara á næsta flóði,“ segir hann um hvenær hægt verði að losa skipið af strandstað.

Hægt er að sjá skipið á strandstað á vefmyndavél sem sýnir innsiglinguna við Hornafjarðarós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×