Fótbolti

Hamrén: Hefur reynst stærri löndum erfitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén, nýráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, líkar við áskorunina en ætlar ekki að breyta því hvernig landsliðið spilar.

„Ég átti spjall við Guðna. Síðan kom ég og heimsótti Ísland þar sem ég hitti til dæmis Frey. Ég skrifaði undir í gær,” sagði Hamrén í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er mikil áskorun. Núna ætlum við að reyna að komast á næsta stórmót. Það verður erfitt og það hefur reynst stærri löndum en Ísland erfitt.”

„Ég trúi því að við getum það og að við getum bætt okkur. Það er metnaður minn og ég trúi því,” en ætlar Hamrén að breyta leikstílnum?

„Nei. Þú verður að sjá hvað liðið hefur gert vel og ekki breyta því heldur reyna að bæta það. Við munum ekki breyta miklu en vonandi getum við bætt okkur í nokkrum hlutum leiksins.”

Hann segist hafa hugsað um hvort að hann ætti að taka við liðinu eða ekki því árangurinn undanfarin ár hefur verið mikill.

„Er þetta rétti tíminn til þess að taka við liðinu því liðið hefur náð miklum árangri með Lars og Heimi svo að kröfurnar verða háar en mér líkar við áskorunina.”

Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks

Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×