Erlent

Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti

Kjartan Kjartansson skrifar
Verkamenn í hlífðargöllum hreinsa upp eftir eldsvoða í Hollandi árið 2014 vegna ótta við að asbestryk gæti dreifst með vindi. Asbestryk er stórhættulegt mönnum ef þeir anda því að sér.
Verkamenn í hlífðargöllum hreinsa upp eftir eldsvoða í Hollandi árið 2014 vegna ótta við að asbestryk gæti dreifst með vindi. Asbestryk er stórhættulegt mönnum ef þeir anda því að sér. Vísir/EPA
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur lagt fram tillögu um að leyfa notkun á eiturefninu asbesti í ákveðnum tilfellum. Notkun á efninu hefur verið bönnuð eða takmörkuð frá því á 9. áratug síðustu aldar.

Samkvæmt tillögunni þurfa innflutningsfyrirtæki og framleiðendur leyfi frá Umhverfisstofnuninni til þess að halda áfram eða byrja aftur framleiðslu, innflutning eða vinnslu á asbesti. Tillagan er nú í umsagnarferli áður en hún verður að reglu.

Asbest var lengi vel notað til einangrunar í húsum. Notkun þess hefur hins vegar verið bönnuð víðast hvar í heiminum vegna sterkra eituráhrifa þess, þar á meðal á Íslandi. Efnið getur meðal annars valdið sjúkdómum eins og steinlunga og lungna- eða fleiðrukrabbameini, að því er segir á Vísindavefnum.

Í frétt fréttastofu bandarísku CBS-sjónvarpsstöðvarinnar kemur fram að Umhverfisstofnunin fullyrði að án tillögunnar gæti hún ekki stöðvað fyrirtæki í að framleiða, flytja inn eða vinna asbest án leyfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×