Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 20:00 Páll Kristjánsson, lögmaður eiganda Strawberries Stöð 2/Einar Árnason Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. Málið nær aftur til 2013 þegar húsleitir voru gerðar vegna grunsemda um vændisstarfsemi á Strawberries. Ekki var gefin út ákæra í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar, en við húsleitina voru ýmsir munir haldlagðir. Þar á meðal var það sem í munaskýrslu lögreglu er kallað ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur, bindisnælur og fleira.Segir verðmætið að lágmarki tuttugu milljónir „Við höfum svona gróflega áætlað að verðmætið geti numið tugum milljóna, a.m.k. tuttugu milljónum króna. Þarna eru verðmætir erfðagripir, úr, peningar, bindisnælur, hringar og aðrir mjög verðmætir skartgripir sem hafa horfið Einhversstaðar er þetta, það eru einhverjir menn sem ganga um með þetta í dag,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins. Málið hefur bæði verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem framkvæmdi innanhússrannsókn. Ekkert kom út úr rannsóknunum, en í innannhússrannsókn lögreglunnar segir að ekkert hafi komið út úr athugunum sem varpað geti ljósi á málið. Þá sé ekki heldur hægt að slá því föstu að skartgripirnir hafi yfir höfuð komið inn á starfsstöð lögreglu. Í niðurstöðu héraðssaksóknara sem staðfest var af ríkissaksóknara í lok júlí segir svo að frekari rannsókn sé ekki líkleg til að upplýsa málið frekar.Telja fáa lögreglumenn koma til greina „Það eru tilteknir lögreglumenn sem koma til greina. Það eru tilteknir lögreglumenn sem höfðu aðgang að þessum gögnum og við vitum hverjir það voru. Enginn þessara lögreglumanna hefur fengið réttarstöðu sakbornings og ég held að ég geti fullyrt það að ef um sambærilegt mál væri að ræða hjá einhverri annarri stofnun hér á landi en lögreglumenn þá hefðu menn fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Páll. Þá sendi Páll skaðabótakröfu til ríkislögmanns 2. febrúar þar sem þess er krafist að bótaskylda ríkisins vegna hinna horfnu muna sé viðurkennd, en Páll segir engin svör enn hafa borist. Hann segir þá stöðu sem uppi er í málinu óásættanlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt,“ segir Páll.Ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum breytt Ekki fékkst viðtal við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna sumarleyfis, en í skriflegu svari frá embættinu segir að mál sem þessi, þar sem haldlagðir munir hverfa, heyri til algerrar undantekningar hjá lögreglu. Þá hafi verið ráðist í heildarúttekt hjá embættinu og verklagsreglum breytt vegna málsins. Svarið má sjá í heild sinni hér að neðan.Mál sem þessi þar sem haldlagðir munir hverfa heyra til algerrar undantekningar hjá lögreglu. Þá skal áréttað að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að umræddir munir hafi horfið með saknæmum hætti.Í málinu sem vísað er til frá árinu 2013 voru framkvæmdar nokkrar húsleitir í þágu rannsóknarinnar og lagt var hald á mikinn fjölda muna. Hluti þeirra, eða úr einni húsleitanna, hefur því miður ekki komið í leitirnar þrátt ítarlega leit, en hvarfið var tilkynnt embætti héraðssaksóknara, sem tók málið til rannsóknar, en rannsókn þess skilaði heldur ekki árangri.Sýnt þykir að umræddir munir hafi aldrei borist í munavörsluna og enn fremur að verklagsreglum um haldlagða muni hjá lögreglu var ekki fylgt eftir. Í framhaldinu var ráðist í heildarúttekt hjá embættinu og verklagsreglum breytt er varðar haldlagningu muna. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. Málið nær aftur til 2013 þegar húsleitir voru gerðar vegna grunsemda um vændisstarfsemi á Strawberries. Ekki var gefin út ákæra í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar, en við húsleitina voru ýmsir munir haldlagðir. Þar á meðal var það sem í munaskýrslu lögreglu er kallað ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur, bindisnælur og fleira.Segir verðmætið að lágmarki tuttugu milljónir „Við höfum svona gróflega áætlað að verðmætið geti numið tugum milljóna, a.m.k. tuttugu milljónum króna. Þarna eru verðmætir erfðagripir, úr, peningar, bindisnælur, hringar og aðrir mjög verðmætir skartgripir sem hafa horfið Einhversstaðar er þetta, það eru einhverjir menn sem ganga um með þetta í dag,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins. Málið hefur bæði verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem framkvæmdi innanhússrannsókn. Ekkert kom út úr rannsóknunum, en í innannhússrannsókn lögreglunnar segir að ekkert hafi komið út úr athugunum sem varpað geti ljósi á málið. Þá sé ekki heldur hægt að slá því föstu að skartgripirnir hafi yfir höfuð komið inn á starfsstöð lögreglu. Í niðurstöðu héraðssaksóknara sem staðfest var af ríkissaksóknara í lok júlí segir svo að frekari rannsókn sé ekki líkleg til að upplýsa málið frekar.Telja fáa lögreglumenn koma til greina „Það eru tilteknir lögreglumenn sem koma til greina. Það eru tilteknir lögreglumenn sem höfðu aðgang að þessum gögnum og við vitum hverjir það voru. Enginn þessara lögreglumanna hefur fengið réttarstöðu sakbornings og ég held að ég geti fullyrt það að ef um sambærilegt mál væri að ræða hjá einhverri annarri stofnun hér á landi en lögreglumenn þá hefðu menn fengið réttarstöðu sakbornings,“ segir Páll. Þá sendi Páll skaðabótakröfu til ríkislögmanns 2. febrúar þar sem þess er krafist að bótaskylda ríkisins vegna hinna horfnu muna sé viðurkennd, en Páll segir engin svör enn hafa borist. Hann segir þá stöðu sem uppi er í málinu óásættanlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt,“ segir Páll.Ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum breytt Ekki fékkst viðtal við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna sumarleyfis, en í skriflegu svari frá embættinu segir að mál sem þessi, þar sem haldlagðir munir hverfa, heyri til algerrar undantekningar hjá lögreglu. Þá hafi verið ráðist í heildarúttekt hjá embættinu og verklagsreglum breytt vegna málsins. Svarið má sjá í heild sinni hér að neðan.Mál sem þessi þar sem haldlagðir munir hverfa heyra til algerrar undantekningar hjá lögreglu. Þá skal áréttað að ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að umræddir munir hafi horfið með saknæmum hætti.Í málinu sem vísað er til frá árinu 2013 voru framkvæmdar nokkrar húsleitir í þágu rannsóknarinnar og lagt var hald á mikinn fjölda muna. Hluti þeirra, eða úr einni húsleitanna, hefur því miður ekki komið í leitirnar þrátt ítarlega leit, en hvarfið var tilkynnt embætti héraðssaksóknara, sem tók málið til rannsóknar, en rannsókn þess skilaði heldur ekki árangri.Sýnt þykir að umræddir munir hafi aldrei borist í munavörsluna og enn fremur að verklagsreglum um haldlagða muni hjá lögreglu var ekki fylgt eftir. Í framhaldinu var ráðist í heildarúttekt hjá embættinu og verklagsreglum breytt er varðar haldlagningu muna.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira