Troðfullt á sérstaka frumsýningu Undir halastjörnu Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 12:30 Gestir voru hrifnir af kvikmyndinni. myndir/mummi lú Undir Halastjörnu var í gærkvöldi frumsýnd við hátíðlega athöfn í Smárabíó en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon - aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn. Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem við köllum Mihkel í myndinni. Pääru Oja og Tómas Lemarquis létu sig ekki vanta. Með þeim er Svandís Eva Brynjarsdóttir sem leikur einnig í kvikmyndinni.mynd/mummi lúBöndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni. Leikstjóri: Ari Alexander Ergis MagnússonHandritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis. Fullt var í Smárabíói í gærkvöldi og tóku leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar á móti gestum. Aðalleikarinn Pääru Oja mætti á sýninguna en hann leikur Mihkel. Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði stemninguna á frumsýningunni.Ari Alexander Ergis Magnússon hélt ræðu fyrir sýninguna.mynd/mummi lúSiggi Sigurjóns og Pálmi Gestsson voru á svæðinu.mynd/mummi lúMætingin var vonum framar og fylltu gestir tvo stærstu salina í Smárabíó.mynd/mummi lúAri Alexander leikstjóri og framleiðendurnir Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North.mynd/mummi lúFjölmargir gestir létu sjá sig.mynd/mummi lúViðtökurnar voru góðar eftir sýninguna.mynd/mummi lú Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Undir Halastjörnu var í gærkvöldi frumsýnd við hátíðlega athöfn í Smárabíó en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon - aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn. Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem við köllum Mihkel í myndinni. Pääru Oja og Tómas Lemarquis létu sig ekki vanta. Með þeim er Svandís Eva Brynjarsdóttir sem leikur einnig í kvikmyndinni.mynd/mummi lúBöndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni. Leikstjóri: Ari Alexander Ergis MagnússonHandritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis. Fullt var í Smárabíói í gærkvöldi og tóku leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar á móti gestum. Aðalleikarinn Pääru Oja mætti á sýninguna en hann leikur Mihkel. Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði stemninguna á frumsýningunni.Ari Alexander Ergis Magnússon hélt ræðu fyrir sýninguna.mynd/mummi lúSiggi Sigurjóns og Pálmi Gestsson voru á svæðinu.mynd/mummi lúMætingin var vonum framar og fylltu gestir tvo stærstu salina í Smárabíó.mynd/mummi lúAri Alexander leikstjóri og framleiðendurnir Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North.mynd/mummi lúFjölmargir gestir létu sjá sig.mynd/mummi lúViðtökurnar voru góðar eftir sýninguna.mynd/mummi lú
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein