Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2018 08:26 Khashoggi er talinn hafa verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Vísir/EPA Ríkisstjórn Tyrklands hefur sagt bandarískum embættismönnum að hún búi yfir hljóð- og myndupptökum sem sýni fram á að Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Ekkert hefur spurst til Khashoggi frá því í síðustu viku. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ríad. Síðast sást til hans á leið inn á ræðismannsskrifstofuna í Tyrklandi þar sem hann er sagður hafa ætlað að afla sér skjala fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Upptökur Tyrkja eru sagðar sýna að sádiarabískt öryggisteymi hafi tekið Khashoggi höndum á skrifstofunni á þriðjudag í síðustu viku. Sádarnir hafi síðan myrt blaðamanninn og bútað líka hans niður, að því er segir í frétt Washington Post. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir bandaríska dagblaðið. Það hefur eftir embættismönnunum að hljópupptakan innihaldi sérstaklega sannfærandi og hryllilegar sannanir fyrir því að útsendarar sádiarabískra stjórnvalda beri ábyrgð á dauða blaðamannsins. „Maður heyrir röddina hans og rödd manna sem tala arabísku. Maður heyrir hvernig hann var yfirheyrður, pyntaður og síðan myrtur,“ hefur blaðið eftir einum embættismannanna. Tyrkir sökuðu Sádiaraba fljótt um að bera ábyrgð á hvarfi Khashoggi. Washington Post segir að þeir hafi þó hikað við að gera upptökuna opinbera því þeir óttast að opinbera hvernig þeir njósna um erlend ríki í Tyrklandi. Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sagt bandarískum embættismönnum að hún búi yfir hljóð- og myndupptökum sem sýni fram á að Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Ekkert hefur spurst til Khashoggi frá því í síðustu viku. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ríad. Síðast sást til hans á leið inn á ræðismannsskrifstofuna í Tyrklandi þar sem hann er sagður hafa ætlað að afla sér skjala fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Upptökur Tyrkja eru sagðar sýna að sádiarabískt öryggisteymi hafi tekið Khashoggi höndum á skrifstofunni á þriðjudag í síðustu viku. Sádarnir hafi síðan myrt blaðamanninn og bútað líka hans niður, að því er segir í frétt Washington Post. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir bandaríska dagblaðið. Það hefur eftir embættismönnunum að hljópupptakan innihaldi sérstaklega sannfærandi og hryllilegar sannanir fyrir því að útsendarar sádiarabískra stjórnvalda beri ábyrgð á dauða blaðamannsins. „Maður heyrir röddina hans og rödd manna sem tala arabísku. Maður heyrir hvernig hann var yfirheyrður, pyntaður og síðan myrtur,“ hefur blaðið eftir einum embættismannanna. Tyrkir sökuðu Sádiaraba fljótt um að bera ábyrgð á hvarfi Khashoggi. Washington Post segir að þeir hafi þó hikað við að gera upptökuna opinbera því þeir óttast að opinbera hvernig þeir njósna um erlend ríki í Tyrklandi.
Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31
Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09