Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 11:58 Frá Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Bráðaþjónustu Hjartagáttarinnar verður endanlega lokað 1. desember næstkomandi vegna þess að ekki næst að manna deildina vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Yfirlæknir á Hjartagáttinni segir þetta jákvæðar breytingar sem eiga eftir að stórbæta þjónustu við hjartasjúklinga. Hjartagáttinni var lokað í fjórar vikur í júlí síðastliðnum vegna mönnunarvanda og fluttist tímabundið yfir á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Karl Andersen, yfirlæknir Hjartargáttarinnar.LandspítaliSegjast færa þjónustuna inn í nútímann Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttarinnar, segir jákvæða reynslu hafa fengist af þessum flutningi og varð vísir að framtíðarskipulagi þegar kemur að bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Fyrir nokkrum árum var tekin umræða þar sem niðurstaðan var sú að best yrði að færa alla bráðaþjónustu sjúklinga á sama stað. Karl segir að ekki hafi allir verið sammála um þær breytingar á sínum tíma en tímarnir hafi breyst og nú sjái forsvarsmenn Landspítalans mikil tækifæri í að færa bráðaþjónustuna á slysadeildina. Með þessari breytingu sé verið að færa sjúkrahúsþjónustuna inn í nútímann.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.VísirÓánægja ríkir vegna breytinga Samkvæmt heimildum Vísis ríkir óánægja á meðal einhverra starfsmanna á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna þessara breytinga. Þessi færsla á bráðaþjónustunni í sumar hafi reynst vel vegna þess að álagið sé minna á þeim tíma. Þegar bráðaþjónustan færist í vetur sé mun meira álag vegna flensutíðar og margir halda því fram að þetta muni engan veginn ganga upp. „Það eru úrtöluraddir og ekkert endilega þeir sem hafa mest verið í því að hugsa þessi mál og skipuleggja. Þetta er ekkert gert að óathuguðu máli. Þetta er mjög vel undirbúið. Auðvitað kallar þetta á breytingar, ekki bara hjá okkur á Hjartagáttinni, heldur kallar líka á breytingar á slysadeildinni. Þau þurfa að fara í einhverjar skipulagsbreytingar hjá sér til að mæta þessu,“ segir Karl Andersen. Hann segir þjónustu við hjartasjúklinga í dag öðruvísi en hún var fyrir 10 til 20 árum. Á meðan bráðamóttaka hjartasjúklinga var á Hjartagáttinni var lítið rými fyrir göngudeildarþjónustu.Einhverjir hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við breytingarnar.Vísir/VilhelmTækifæri til að byggja upp öfluga þjónustu Með því að sameina alla bráðaþjónustuna á einum stað sé hægt að ná fram jákvæðum samlegðaráhrifum sem gera það að verkum að það er hagkvæmara að hafa reksturinn í einni einingu heldur en tveimur. „Þetta gefur okkur færi á því að byggja upp mjög öfluga móttöku bæði fyrir göngudeildarþjónustuna. Hjartasjúklingar fá miklu betri þjónustu en áður var. Það er mikið af hjartasjúkdómum sem krefjast samvinnu. Ég get nefnt sem dæmi meðfædda hjartasjúkdóma, flóknar hjartsláttartruflanir og það eru margir sem koma að því. Það þarf einhver að gera brennslur, hjartaómanir, lyfjameðferð, það getur þurft aðstoð iðju- og sjúkraþjálfara og margra starfsstétta og þetta er þjónusta sem er ekki hægt að veita út í bæ. Þessir sjúklingar fá betri þjónustu á Landspítalanum þar sem margar sérgreinar sameinast. Það er hluti af þessu plani að það sé verið að breyta starfseminni, nútímavæða og nýta betur það sem er til staðar,“ segir Karl. Hann segir að þessar breytingar geti vissulega komið flatt upp á fólk. „Við erum jákvæð því við sjáum mikil sóknarfæri í uppbyggingu þjónustunnar. Fyrir starfsfólkið geta þetta verið umskipti á því hvernig það vinnur. Fjöldinn sem kemur á Hjartagáttina er svona fjórðungur af þeim sem leita á bráðamóttöku, þetta er bara skipulagsatriði en við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að stórefla þjónustuna og við værum ekki að fara út í þetta ef þetta væri eitthvað katastrófískt. “ Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Bráðaþjónustu Hjartagáttarinnar verður endanlega lokað 1. desember næstkomandi vegna þess að ekki næst að manna deildina vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Yfirlæknir á Hjartagáttinni segir þetta jákvæðar breytingar sem eiga eftir að stórbæta þjónustu við hjartasjúklinga. Hjartagáttinni var lokað í fjórar vikur í júlí síðastliðnum vegna mönnunarvanda og fluttist tímabundið yfir á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Karl Andersen, yfirlæknir Hjartargáttarinnar.LandspítaliSegjast færa þjónustuna inn í nútímann Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttarinnar, segir jákvæða reynslu hafa fengist af þessum flutningi og varð vísir að framtíðarskipulagi þegar kemur að bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Fyrir nokkrum árum var tekin umræða þar sem niðurstaðan var sú að best yrði að færa alla bráðaþjónustu sjúklinga á sama stað. Karl segir að ekki hafi allir verið sammála um þær breytingar á sínum tíma en tímarnir hafi breyst og nú sjái forsvarsmenn Landspítalans mikil tækifæri í að færa bráðaþjónustuna á slysadeildina. Með þessari breytingu sé verið að færa sjúkrahúsþjónustuna inn í nútímann.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.VísirÓánægja ríkir vegna breytinga Samkvæmt heimildum Vísis ríkir óánægja á meðal einhverra starfsmanna á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna þessara breytinga. Þessi færsla á bráðaþjónustunni í sumar hafi reynst vel vegna þess að álagið sé minna á þeim tíma. Þegar bráðaþjónustan færist í vetur sé mun meira álag vegna flensutíðar og margir halda því fram að þetta muni engan veginn ganga upp. „Það eru úrtöluraddir og ekkert endilega þeir sem hafa mest verið í því að hugsa þessi mál og skipuleggja. Þetta er ekkert gert að óathuguðu máli. Þetta er mjög vel undirbúið. Auðvitað kallar þetta á breytingar, ekki bara hjá okkur á Hjartagáttinni, heldur kallar líka á breytingar á slysadeildinni. Þau þurfa að fara í einhverjar skipulagsbreytingar hjá sér til að mæta þessu,“ segir Karl Andersen. Hann segir þjónustu við hjartasjúklinga í dag öðruvísi en hún var fyrir 10 til 20 árum. Á meðan bráðamóttaka hjartasjúklinga var á Hjartagáttinni var lítið rými fyrir göngudeildarþjónustu.Einhverjir hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við breytingarnar.Vísir/VilhelmTækifæri til að byggja upp öfluga þjónustu Með því að sameina alla bráðaþjónustuna á einum stað sé hægt að ná fram jákvæðum samlegðaráhrifum sem gera það að verkum að það er hagkvæmara að hafa reksturinn í einni einingu heldur en tveimur. „Þetta gefur okkur færi á því að byggja upp mjög öfluga móttöku bæði fyrir göngudeildarþjónustuna. Hjartasjúklingar fá miklu betri þjónustu en áður var. Það er mikið af hjartasjúkdómum sem krefjast samvinnu. Ég get nefnt sem dæmi meðfædda hjartasjúkdóma, flóknar hjartsláttartruflanir og það eru margir sem koma að því. Það þarf einhver að gera brennslur, hjartaómanir, lyfjameðferð, það getur þurft aðstoð iðju- og sjúkraþjálfara og margra starfsstétta og þetta er þjónusta sem er ekki hægt að veita út í bæ. Þessir sjúklingar fá betri þjónustu á Landspítalanum þar sem margar sérgreinar sameinast. Það er hluti af þessu plani að það sé verið að breyta starfseminni, nútímavæða og nýta betur það sem er til staðar,“ segir Karl. Hann segir að þessar breytingar geti vissulega komið flatt upp á fólk. „Við erum jákvæð því við sjáum mikil sóknarfæri í uppbyggingu þjónustunnar. Fyrir starfsfólkið geta þetta verið umskipti á því hvernig það vinnur. Fjöldinn sem kemur á Hjartagáttina er svona fjórðungur af þeim sem leita á bráðamóttöku, þetta er bara skipulagsatriði en við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að stórefla þjónustuna og við værum ekki að fara út í þetta ef þetta væri eitthvað katastrófískt. “
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent