Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 11:58 Frá Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Bráðaþjónustu Hjartagáttarinnar verður endanlega lokað 1. desember næstkomandi vegna þess að ekki næst að manna deildina vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Yfirlæknir á Hjartagáttinni segir þetta jákvæðar breytingar sem eiga eftir að stórbæta þjónustu við hjartasjúklinga. Hjartagáttinni var lokað í fjórar vikur í júlí síðastliðnum vegna mönnunarvanda og fluttist tímabundið yfir á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Karl Andersen, yfirlæknir Hjartargáttarinnar.LandspítaliSegjast færa þjónustuna inn í nútímann Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttarinnar, segir jákvæða reynslu hafa fengist af þessum flutningi og varð vísir að framtíðarskipulagi þegar kemur að bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Fyrir nokkrum árum var tekin umræða þar sem niðurstaðan var sú að best yrði að færa alla bráðaþjónustu sjúklinga á sama stað. Karl segir að ekki hafi allir verið sammála um þær breytingar á sínum tíma en tímarnir hafi breyst og nú sjái forsvarsmenn Landspítalans mikil tækifæri í að færa bráðaþjónustuna á slysadeildina. Með þessari breytingu sé verið að færa sjúkrahúsþjónustuna inn í nútímann.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.VísirÓánægja ríkir vegna breytinga Samkvæmt heimildum Vísis ríkir óánægja á meðal einhverra starfsmanna á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna þessara breytinga. Þessi færsla á bráðaþjónustunni í sumar hafi reynst vel vegna þess að álagið sé minna á þeim tíma. Þegar bráðaþjónustan færist í vetur sé mun meira álag vegna flensutíðar og margir halda því fram að þetta muni engan veginn ganga upp. „Það eru úrtöluraddir og ekkert endilega þeir sem hafa mest verið í því að hugsa þessi mál og skipuleggja. Þetta er ekkert gert að óathuguðu máli. Þetta er mjög vel undirbúið. Auðvitað kallar þetta á breytingar, ekki bara hjá okkur á Hjartagáttinni, heldur kallar líka á breytingar á slysadeildinni. Þau þurfa að fara í einhverjar skipulagsbreytingar hjá sér til að mæta þessu,“ segir Karl Andersen. Hann segir þjónustu við hjartasjúklinga í dag öðruvísi en hún var fyrir 10 til 20 árum. Á meðan bráðamóttaka hjartasjúklinga var á Hjartagáttinni var lítið rými fyrir göngudeildarþjónustu.Einhverjir hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við breytingarnar.Vísir/VilhelmTækifæri til að byggja upp öfluga þjónustu Með því að sameina alla bráðaþjónustuna á einum stað sé hægt að ná fram jákvæðum samlegðaráhrifum sem gera það að verkum að það er hagkvæmara að hafa reksturinn í einni einingu heldur en tveimur. „Þetta gefur okkur færi á því að byggja upp mjög öfluga móttöku bæði fyrir göngudeildarþjónustuna. Hjartasjúklingar fá miklu betri þjónustu en áður var. Það er mikið af hjartasjúkdómum sem krefjast samvinnu. Ég get nefnt sem dæmi meðfædda hjartasjúkdóma, flóknar hjartsláttartruflanir og það eru margir sem koma að því. Það þarf einhver að gera brennslur, hjartaómanir, lyfjameðferð, það getur þurft aðstoð iðju- og sjúkraþjálfara og margra starfsstétta og þetta er þjónusta sem er ekki hægt að veita út í bæ. Þessir sjúklingar fá betri þjónustu á Landspítalanum þar sem margar sérgreinar sameinast. Það er hluti af þessu plani að það sé verið að breyta starfseminni, nútímavæða og nýta betur það sem er til staðar,“ segir Karl. Hann segir að þessar breytingar geti vissulega komið flatt upp á fólk. „Við erum jákvæð því við sjáum mikil sóknarfæri í uppbyggingu þjónustunnar. Fyrir starfsfólkið geta þetta verið umskipti á því hvernig það vinnur. Fjöldinn sem kemur á Hjartagáttina er svona fjórðungur af þeim sem leita á bráðamóttöku, þetta er bara skipulagsatriði en við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að stórefla þjónustuna og við værum ekki að fara út í þetta ef þetta væri eitthvað katastrófískt. “ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Bráðaþjónustu Hjartagáttarinnar verður endanlega lokað 1. desember næstkomandi vegna þess að ekki næst að manna deildina vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Yfirlæknir á Hjartagáttinni segir þetta jákvæðar breytingar sem eiga eftir að stórbæta þjónustu við hjartasjúklinga. Hjartagáttinni var lokað í fjórar vikur í júlí síðastliðnum vegna mönnunarvanda og fluttist tímabundið yfir á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Karl Andersen, yfirlæknir Hjartargáttarinnar.LandspítaliSegjast færa þjónustuna inn í nútímann Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttarinnar, segir jákvæða reynslu hafa fengist af þessum flutningi og varð vísir að framtíðarskipulagi þegar kemur að bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Fyrir nokkrum árum var tekin umræða þar sem niðurstaðan var sú að best yrði að færa alla bráðaþjónustu sjúklinga á sama stað. Karl segir að ekki hafi allir verið sammála um þær breytingar á sínum tíma en tímarnir hafi breyst og nú sjái forsvarsmenn Landspítalans mikil tækifæri í að færa bráðaþjónustuna á slysadeildina. Með þessari breytingu sé verið að færa sjúkrahúsþjónustuna inn í nútímann.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.VísirÓánægja ríkir vegna breytinga Samkvæmt heimildum Vísis ríkir óánægja á meðal einhverra starfsmanna á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna þessara breytinga. Þessi færsla á bráðaþjónustunni í sumar hafi reynst vel vegna þess að álagið sé minna á þeim tíma. Þegar bráðaþjónustan færist í vetur sé mun meira álag vegna flensutíðar og margir halda því fram að þetta muni engan veginn ganga upp. „Það eru úrtöluraddir og ekkert endilega þeir sem hafa mest verið í því að hugsa þessi mál og skipuleggja. Þetta er ekkert gert að óathuguðu máli. Þetta er mjög vel undirbúið. Auðvitað kallar þetta á breytingar, ekki bara hjá okkur á Hjartagáttinni, heldur kallar líka á breytingar á slysadeildinni. Þau þurfa að fara í einhverjar skipulagsbreytingar hjá sér til að mæta þessu,“ segir Karl Andersen. Hann segir þjónustu við hjartasjúklinga í dag öðruvísi en hún var fyrir 10 til 20 árum. Á meðan bráðamóttaka hjartasjúklinga var á Hjartagáttinni var lítið rými fyrir göngudeildarþjónustu.Einhverjir hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við breytingarnar.Vísir/VilhelmTækifæri til að byggja upp öfluga þjónustu Með því að sameina alla bráðaþjónustuna á einum stað sé hægt að ná fram jákvæðum samlegðaráhrifum sem gera það að verkum að það er hagkvæmara að hafa reksturinn í einni einingu heldur en tveimur. „Þetta gefur okkur færi á því að byggja upp mjög öfluga móttöku bæði fyrir göngudeildarþjónustuna. Hjartasjúklingar fá miklu betri þjónustu en áður var. Það er mikið af hjartasjúkdómum sem krefjast samvinnu. Ég get nefnt sem dæmi meðfædda hjartasjúkdóma, flóknar hjartsláttartruflanir og það eru margir sem koma að því. Það þarf einhver að gera brennslur, hjartaómanir, lyfjameðferð, það getur þurft aðstoð iðju- og sjúkraþjálfara og margra starfsstétta og þetta er þjónusta sem er ekki hægt að veita út í bæ. Þessir sjúklingar fá betri þjónustu á Landspítalanum þar sem margar sérgreinar sameinast. Það er hluti af þessu plani að það sé verið að breyta starfseminni, nútímavæða og nýta betur það sem er til staðar,“ segir Karl. Hann segir að þessar breytingar geti vissulega komið flatt upp á fólk. „Við erum jákvæð því við sjáum mikil sóknarfæri í uppbyggingu þjónustunnar. Fyrir starfsfólkið geta þetta verið umskipti á því hvernig það vinnur. Fjöldinn sem kemur á Hjartagáttina er svona fjórðungur af þeim sem leita á bráðamóttöku, þetta er bara skipulagsatriði en við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri til að stórefla þjónustuna og við værum ekki að fara út í þetta ef þetta væri eitthvað katastrófískt. “
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira