Svíi að selja 17 þúsund hektara á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2018 09:36 Jarðirnar eru allar í einu félagi og seljast sem slíkar. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu á staðnum. Árið 2016 komu 311 laxar á land. Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02