Fallegur fótbolti FH skilar ekki mörgum stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson lætur liðið sitt spila góðan bolta en það hefur ekki skilað mörgum stigum í sumar. vísir/bára FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00