Ég hleyp fyrir... Bjarni Karlsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Um helgina tók ég þátt í stærstu guðsþjónustu ársins, Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem meira en 14 þúsund hlauparar og annað eins af stuðningsfólki tók þátt í þágu bættrar heilsu og aukins réttlætis. Sjálfur hljóp ég fyrir Pieta – forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sem eru ein af 180 félagasamtökum sem voru með í áheitasöfnun að þessu sinni. Meðfram hlaupaleiðinni stóð brosandi fólk. Einn stóð á tröppum húss síns og lék á saxófón, bílskúrsbönd léku á gangstéttum, fólk sló trommur og blés í flautur. Á Lindarbrautinni stóð sveittum hlaupurum svalandi regnúði til boða, börn söfnuðu „fimmum“ og er á leið voru boðnir fram drykkir, bananar, sætindi, melónur og margs konar fínerí sem grípa mátti á stökkinu. Fulltrúar alls kyns velgerðar- og mannréttindasamtaka sem áttu sína spretthörðu fulltrúa hvöttu mannskapinn til dáða og yfir öllu ríkti gleði, umhyggja og samstaða. Um miðbik hlaupsins var ég lengi með mann fyrir framan mig sem hljóp vel og á baki hans stóð „Ég hleyp fyrir Baldur Tý og Baldvin Ara með von um lækningu“. Svo seig hann lengra en nöfn bræðranna ungu settust að í hjartanu á mér. Ég bið þess að þeir fái bata og ég veit að við biðjum þess öll. Harðsperrurnar líða úr skrokknum en ilmurinn í sálinni mun vara lengi. Það er mögnuð reynsla að taka þátt í slíku fjöldaákalli og samstöðuyfirlýsingu þar sem berskjöldun mannlegrar tilveru er viðurkennd og henni lýst um leið og þrá okkar allra eftir heilsu og réttlæti er blygðunarlaust tjáð með manneskjulegheitum og gleði. Með þátttökunni í Reykjavíkurmaraþoninu voru einstaklingar, fjölskyldur, vinahópar, félög og fyrirtæki að segja: Okkur stendur ekki á sama. Við höldum hvert með öðru og viljum að heilsa og réttlæti sé hlutskipti allra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun