Ólafía og Birgir hefja leik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Ólafía Þórunn verður að spila vel um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira