Ólafía og Birgir hefja leik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Ólafía Þórunn verður að spila vel um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira