Buffon er á sínu fyrsta tímabili með Paris Saint-Germain eftir að hafa spilað yfir 500 leiki fyrir Juventus frá 2001 til 2018.
Hvort sem það er aldurinn eða almenn góðmennska kappans þá var Buffon settur í það að leika jólasveininn fyrir Paris Saint-Germain eins og sjá má hér fyrir neðan. BBC þýddi það sem hann segir en hér enn neðar má sjá upprunalegu Twitter-færslu PSG.
Gianluigi Buffon dressed as Santa
Class from PSG this Christmas. pic.twitter.com/VhGi5Dc4dU
— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2018
Gianluigi Buffon kom þarna nokkrum ungum stuðningsmönnum Paris Saint-Germain á óvart og fékk líka aðstoð frá liðsfélögum sínum Angel di Maria, Thiago Silva og Christopher Nkunku.
Gianluigi Buffon hefur leikið 13 leiki í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með PSG og er búinn að fá á sig átta mörk. Hann hefur haldið fimm sinnum marki sínu hreinu.
Þrír af þessum leikjum hafa verið í Meistaradeildinni en hann stóð í marki PSG í þremur síðustu leikjum liðsins í riðlakeppninni.
#ChristmasSurprise
Un Noël que ces enfants ne risquent pas d'oublier de sitôt...
Notre @gianluigibuffon a revêtu son plus beau costume pour l'occasion !
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 24, 2018