Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 20:00 Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún. Flugeldar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún.
Flugeldar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira