Norðmaðurinn sem grunaður er um njósnir játar að vera sendiboði Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:55 Frode Berg birti mynd af sér á snæviþöktu Rauða torginu í Moskvu daginn sem hann var handtekinn í desember síðastliðnum. Vísir/Gety Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira