„Skemmdarverk“, „diskókúla“, „geimveggjakrot“ og „geimrusl“ eru dæmi um lýsingar vísindamanna og áhugamanna um Mannkynsstjörnuna, gervihnött nýsjálenska einkarekna geimferðafyrirtækisins Rocket Lab.
Mannkynsstjörnunni var skotið á loft fyrr í þessum mánuði og komið fyrir á braut um jörðu. Þar á gervitunglið að vera í níu mánuði. Það er hannað til skína svo skært að það sé sýnilegt með berum augum á jörðu niðri.
Yfirlýst markmið með hnettinum er að vekja jarðarbúa til umhugsunar um hvernig þeir tengjast allir á reikistjörnunni sem þeir deila. Vísindamennirnir sjá hins vegar aðeins ljósmengun sem spillir fyrir rannsóknum.
Washington Post segir að ef Mannkynsstjarnan flýgur í gegnum sjónsvið sjónauka á jörðu niðri eyðileggi það athuganir þeirra. Fyrirtækið svaraði ekki fyrirspurn blaðsins en í svari á Twitter við gagnrýni sagði það gervihnöttinn aðeins lifa í skamma stund. Aftur á móti boðaði það einnig fleiri útgáfur af Mannkynsstjörnunni í framtíðinni.
For no reason at all, here's what it looks like when a satellite goes through Hubble's field of view whilst you are trying to image something in the distant solar system. pic.twitter.com/eLWR1ncdqx
— Alex Parker (@Alex_Parker) January 25, 2018