Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Svona líta sykurmolarnir 54 í kóklítranum út. vísir/anton brink Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira