Innlent

Leitinni að Ríkharði frestað til morguns

Jóhann K. Jóhannsson og Þórdís Valsdóttir skrifa
Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu tóku þátt í leitinni í dag.
Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu tóku þátt í leitinni í dag. Vísir/Magnús Hlynur
Leitin að Ríkharði Péturssyni bar ekki árangur í dag en um eitt hundrað björgunarsveitarmenn leituðu að honum í dag. Ríkharður er tæplega fimmtugur og hans hefur verið saknað frá því síðdegis á þriðjudag.

Björgunarsveitir leituðu í þéttbýli á Selfossi og meðfram bökkum Ölfusár auk þess sem sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn og drónar leituðu í ánni. 

Engar nýjar vísbendingar komu fram í dag en skipulagðri leit verður haldið áfram á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi verður leitin þó umfangsminni heldur en í dag. 

Ríkharður sem er tæplega fimmtugur fór frá heimili sínu á Selfossi síðdegis á þriðjudag en sneri ekki til síns heima.  Hann er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, klæddur í svartar buxur, svarta úlpu og svarta húfu með gulri áletrun. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 112. 


Tengdar fréttir

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×