Innlent

Bærinn keypti ræktina

Dumbbell Getty mynd nr. 186863898 - skera út fyrir dúllu
Dumbbell Getty mynd nr. 186863898 - skera út fyrir dúllu
Ísafjörður Ísafjarðarbær keypti um áramótin líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að áform séu um að opna nýja líkamsræktarstöð annars staðar í bænum á næsta ári. „Við keyptum hlutafélagið um áramótin og ætlum að endurleigja búnaðinn og húsnæðið til einkaaðila sem mun sjá um reksturinn fyrir okkur. Svo eru áform um að byggja upp nýja og glæsilega líkamsræktarstöð á Torfnesi, við íþróttahúsið sem er þar og vonumst til að geta opnað þar á næsta ári. Það er mikilvægt að það sé starfandi líkamsræktarstöð í bænum, þetta er stór þáttur í lífi fólks og það eru orðnar búsetukröfur að þú getir farið í ræktina.“

Stefán Dan Óskarsson rak Stúdíó Dan. „Við opnuðum fyrir 33 árum, þá var engin líkamsræktarstöð hér og því var þetta algjört frumkvöðlastarf. Þetta hefur þróast, gengið í gegnum tískubylgjur og bankahrun. Ég hafði lært nudd og vantaði aðstöðu. Ég lét svo plata mig út í að kaupa tæki, var svo með ljósabekki og snyrtistofu á tímabili. Svo sprengdu iðkendur bara húsið af sér þannig að ég þurfti að hætta með nuddið og vera bara með líkamsræktina. Í upphafi voru tíu iðkendur en núna eru þetta orðnir 120 manns að meðaltali á dag.“

Stefán segir að þetta hafi verið mikið fjölskyldufyrirtæki. „Það er gaman af því að það eru nokkrir iðkendur sem eru með þrjá ættliði þarna í stöðinni. Og eins með starfsfólkið, við erum með þrjá ættliði, ég og konan, svo börn og barnabörn, alvöru fjölskyldufyrirtæki.“ – aig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×