Hin danska Caroline Wozniacki vann í morgun sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis er hún bar sigur úr býtum á Opna ástralska mótinu. Um leið tryggði hún sér efsta sæti heimslistans í tennis.
Wozniacki hafði betur gegn Simona Halep frá Rúmeníu í úrslitaviðureign mótsins. Hún vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, en Halep svaraði fyrir sig og vann það næsta, 6-3.
Taugar Wozniacki reyndust þó sterkari undir lokin og fagnaði Daninn sigri, 6-4, í oddasettinu. Þetta var í 43. sinn sem hún tekur þátt í risamóti í tennis en hennar fyrsti sigur, sem fyrr segir.
Uppgangur hennar hefur þar að auki verið mikill undanfarna mánuði en fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan var hún dottin niður í 74. sæti heimslistans í tennis. Hún hefur þó áður verið í efsta sæti heimslistans og komst í sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti fyrir níu árum síðan.
„Mig hefur dreymt um þetta augnablik í svo langan tíma. Og nú í dag hefur draumurinn loksins ræst,“ sagði hún eftir sigurinn í morgun.
Wozniacki og Halep munu hafa sætaskipti þegar sú fyrrnefnda tekur efsta sæti heimslistans af Halep, sem fellur niður í annað sætið. Halep hefur enn ekki afrekað að vinna risamótstitil.
Wozniacki er fyrsti danski tennisleikarinn sem vinnur risamót í tennis.
Wozniacki vann loksins sitt fyrsta risamót
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
