Borgarstjórn samþykkir tillögu um að tryggja framgang borgarlínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 19:23 Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9. Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela umhverfis-og skipulagssviði að ráðast í fjögur verkefni til að tryggja framgang borgarlínu var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 en 2 borgarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Fyrsta verkefnið lýtur að því að klára þurfi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með samgöngu- og þróunarásum fyrir borgarlínu. Annað verkefnið tekur mið af því að hefja þurfi skipulagsvinnu rammaskipulags fyrir borgarlínu í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri. Þriðja verkefnið felst í því að samhliða þessari vinnu verði áætlun og eftir atvikum skipulagsvinna unnin fyrir fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu með fram þróunarásum borgarlínu. Fjórða verkefnið lýtur að tillögum að reitum innan áhrifasvæðis borgarlínu þar sem unnið er sérstaklega með hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillöguna um borgarlínu ásamt greinargerð.Þurfi að hafa fólkið sjálft með í ráðum Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, sagðist ekki vera mótfallin sjálfri hugmyndinni um borgarlínu en hefur ýmsar athugasemdir um þróunar-og uppbyggingarvinnu hennar. Hún segir að vinna þurfi náið með fólkinu sem á hverjum degi reiðir sig á almenningssamgöngur. Það sjálft viti manna best hvað þurfi að breyta og bæta til að auka notkun.Kristín Soffía segir að breytingar á almenningssamgöngum taki ávallt mið af sjálfum notendum þeirra.Vísir/stefánKristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafnaði þeirri hugmynd að verið væri að byggja upp kerfi fyrir aðra en sjálfa notendur. „Það er ekkert efra vald sem vill fá eitthvað kerfi sem gæti mögulega verði vont fyrir einhvern annan því þá fellur það um sjálft sig.“ Hún segir að eini tilgangur Strætó sé að efla almenningssamgöngur með því að hafa farþega ánægða og að fjölga notendum. „Það er engin ástæða til að, einhvern veginn, halda það að verið sé að byggja upp eitthvað kerfi sem sé ekki sniðið að þörfum notenda,“ segir Kristín Soffía. Sanna Magdalena ítrekaði þá skoðun sína ekki sé með fullnægjandi hætti leitast við að tala við notendur strætó. Hún vilji leggja sérstaka áherslu á það að fólkið sjálft sé með í ráðum þegar komi að uppbyggingu borgarlínu.Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir afstöðu flokksins til borgarlínu.SjálfstæðisflokkurinnBorgarlína sé upphafið að óvissuferð Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun og gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til tillögunnar. „Ekki með neinu móti er hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð. Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til,“ sagði Eyþór. Hann bætti við að ekki liggi fyrir hver eigi að standa að uppbyggingu á rekstri borgarlínu þó áður hafi verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. „Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna þó ekkert verði framkvæmt. Enn á að ráða millistjórnendur þrátt fyrir ábendingar um vaxandi bákn,“ sagði Eyþór.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira