Alvarlegt umferðarslys varð á Víðinesvegi við Álfsnes nærri Esjunni á þriðja tímanum þegar bifreið fór út af veginum og valt. Einn sem í bílnum var kastaðist út og lenti undir honum.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er hann er talinn alvarlega slasaður og var fluttur með forgangi í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi
Tildrög slyssins eru til rannsóknar en þetta er annað slysið à þessum slóðum á nokkrum dögum.
Alvarlegt umferðarslys á Víðinesvegi
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
