Lífið

Baltasar leiðir Hafstein á vinnustofu upprennandi kvikmyndagerðarmanna í Póllandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. Vísir/Egill
Fyrirtækið New Europe, sem er með höfuðstöðvar í höfuðborg Póllands, Varsjá, hefur komið á fót verkefni sem er ætlað að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarmönnum.

Ráðstefnan verður haldin í Varsjá dagana 24. – 27. september næstkomandi þar sem sex leikstjórar munu taka þátt í vinnustofum ásamt því að fá einkaleiðsögn.

Á meðal þessara upprennandi kvikmyndagerðarmanna er Íslendingur Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, sem á að baki myndirnar Undir trénu, París Norðursins og Á annan veg. Hinir leikstjórarnir eru Jan P. Matuszynski, Agnieszka Smoczynska og Pawel Maslona frá Póllandi, Laura Moss frá Bandaríkjunum og Jeppe Ronde frá Danmörku.

Leikstjórarnir sex munu fá leiðsögn frá Mike Goodrich og Julia Godzinskaya.

Ásamt þeim munu nokkrir aðilar úr kvikmyndageiranum leiða vinnustofur á ráðstefnunni. Á meðal þeirra er Íslendingurinn Baltasar Kormákur ásamt Dylan Leiner, Sibila Diaz-Plaja, Ben Giladi, Julia Oh, Vanja Kaljudjercic og Kim Magnusson.

Er markmiðið með þessu verkefni að fá leikstjóra, sem aðeins hafa gert myndir á móðurmáli sínu, til að færa sig yfir á kvikmyndir á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.