Bieber fæddist í Ontario í Kanada en flutti til Atlanta þegar hann var 13 ára gamall.
Söngvarinn segist elska bæði Kanada og Bandaríkin. Hann er nýbúinn að festa kaup á glæsivillu í Ontario en hann dvelur þó stærstan hluta ársins í Bandaríkjunum auk þess sem hann er trúlofaður bandarískri konu.

Fyrr í kvöld birtist myndskeið af parinu á götum Lundúna en Bieber gerði sér lítið fyrir og spilaði og söng lagið Fast Car eftir Tracy Chapman fyrir gangandi vegfarendur.