Uppgjör eftir Singapúr: Snilld Hamilton í tímatökunni skilaði gulli Bragi Þórðarson skrifar 18. september 2018 07:00 Hamilton fagnar sigrinum um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í 15. umferðinni í Formúlu 1 sem fór fram í Singapúr um helgina. Segja má að Bretinn hafi unnið keppnina strax í tímatökunum á laugardeginum er honum tókst á snilldarlegan hátt að koma Mercedes bíl sínum á ráspól. Marina Bay brautin í Singapúr hefur alltaf reynst Mercedes liðinu erfið. Í fyrstu æfingum voru bæði Ferrari og Red Bull bílarnir hraðari og leit allt út fyrir að Sebastian Vettel gæti minnkað forskot Hamilton í stigakeppninni verulega. Í tímatökunum fór Bretinn þó í algjöran ham og bætti sinn besta tíma á brautinni um rúmlega sekúndu. Verstappen hjá Red Bull varð annar á laugardeginum og Vettel varð að sætta sig við þriðja besta tímann. „Þetta var án efa einn besti hringur sem ég hef ekið,” sagði Hamilton eftir tímatökurnar. Bretinn fór vel af stað í kappakstrinum og leiddi alla keppnina. Lítið gerðist í kappakstrinum og kláruðu þessir þrír efstu á sama stað og þeir ræstu. Hamilton jók því forskot sitt úr 30 stigum í 40, á braut sem að Ferrari áttu að hafa yfirhöndina á. Valtteri Bottas á Mercedes kom heim fjórði á undan Ferrari bíl Kimi Raikkonen og hefur Mercedes því aukið forskot sitt verulega í keppni bílasmiða. Nú þegar sex keppnir eru eftir er ljóst að Sebastian Vettel og Ferrari verða að helst að vinna þær allar ef þeir ætla að hindra Hamilton. Bæði Vettel og Hamilton eru að berjast um sinn fimmta heimsmeistaratitil og má því með sanni seigja að sá er vinnur verður besti ökumaður þessarar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti