Íslendingar heiðraðir fyrir byggingu ársins í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló. Verkís/bygg.no Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira